136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

beiðni um tvöfaldan ræðutíma.

[15:19]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Við höfum nýlokið afgreiðslu mikilvægra mála fyrir íslenskt efnahagslíf og við sjálfstæðismenn höfum lagt á það áherslu að hleypa slíkum málum hratt og örugglega gegnum þingið. Nú er komið á dagskrá mikilvægt mál sem snýr að sjálfri stjórnskipuninni, grundvelli þjóðskipulags okkar. Ég vil því beina þeim tilmælum til virðulegs forseta að veitt verði heimild til að tvöfalda ræðutíma í málinu í öllum umferðum. Ég tel mikilvægt að þingmenn hafi gott tækifæri til að tjá skoðanir sínar á því. Hér er um mikilsvert mál að ræða og eitt stærsta málið sem hefur farið fyrir þingið í langa tíð.

Þetta er beiðni okkar sjálfstæðismanna, virðulegi forseti, og ég vona að hægt verði að verða við slíkri beiðni.