136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá -- tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:13]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill upplýsa um það að á föstudag fór þessi umræða um stjórnarskipunarlög af stað. Þá var samkomulag um að umræðunni yrði frestað og haldið áfram í dag og hefur forseti staðið við það loforð og sett málið á dagskrá í samræmi við það sem við ræddum þann föstudag, svo það sé sagt hér. Við munum koma öðrum málum að í kvöld ef menn samþykkja að hér verði kvöldfundur eða leggjast ekki gegn því þannig að við höfum tíma til að ljúka þessum málum og höfum ekki áhyggjur af því.