136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá – tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:19]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnaðarráðherra svörin og ég get upplýst hann um að ég mun greiða fyrir því að hans ágæta mál um álver í Helguvík nái hér fram að ganga. Ég tel að það sé miklu brýnna mál fyrir fólkið í landinu en breytingar á stjórnarskránni. Stjórnarskráin mun ekki berjast gegn atvinnuleysi í landinu, minnka greiðslubyrði heimilanna eða endurreisa bankana. Það féll einn banki í dag og ég held að við ættum frekar að ræða það. (Gripið fram í: Þrír …)

Ég vil þó nefna það, hæstv. forseti, að ég man ekki eftir því (Gripið fram í: Á hvaða ...) að nokkur fordæmi séu fyrir því að lögð séu fram stjórnarfrumvörp af hálfu ráðherra sem helmingur ríkisstjórnarinnar styður ekki. Hér situr hæstv. iðnaðarráðherra, nokkuð lúpulegur, og hefur lagt þetta frumvarp fram, (Gripið fram í: … lúpulegur.) sem hæstv. menntamálaráðherra styður ekki og allir hennar flokksfélagar. (Forseti hringir.) Auðvitað er enginn bragur á þessu, herra forseti, (Forseti hringir.) og þetta mál sýnir og sannar að ríkisstjórnin (Forseti hringir.) er klofin í atvinnumálum og atvinnumálastefnu (Forseti hringir.) sinni.