136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá – tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:22]
Horfa

Ármann Kr. Ólafsson (S):

(MÁ: Númer níu.) Hæstv. forseti. Sá einstæði atburður hefur gerst að hér á að breyta stjórnarskránni í fyrsta sinn án þess að nokkurt samráð sé haft við stærsta flokkinn í þinginu. Ekkert samráð í þinginu. Það er nú bara þannig. Síðan ætlast þingheimur til að við keyrum þetta í gegn og tjáum okkur helst ekkert um þessar breytingar, helst ekki neitt. Segir að við séum að tefja störf ef við ætlum að taka til máls um þessar breytingar. (MÁ: Númer níu.) Það er alveg með hreinum ólíkindum. Ég veit að þú kannt að telja, Mörður. (MÁ: Þakka þér fyrir.)

Það er líka mjög sérstakt að í ljósi þess að þegar Helguvíkurverkefnið var komið af stað voru 200–300 manns með vinnu við það. Núna eru það u.þ.b. 60. Þar gætu verið 1.000–2.000 manns með vinnu. Þeir eru hins vegar háðir fjármögnun og ef samningurinn sem á að koma fyrir Alþingi verður samþykktur lítur út fyrir að sú fjármögnun geti gengið eftir. (Forseti hringir.) Ef sú fjármögnun getur gengið eftir (Forseti hringir.) geta 1.000–2.000 manns fengið vinnu. (Forseti hringir.) Þetta er það sem við sjálfstæðismenn leggjum áherslu á númer eitt, tvö og þrjú. (Forseti hringir.) Varðandi stjórnlagaþingið (Forseti hringir.) hélt ég að það ætti að breyta stjórnarskránni. (Gripið fram í.) Treystið þið ekki stjórnlagaþinginu, hv. framsóknarmenn?

(Forseti (GuðbH): Ég bið hv. þingmenn að reyna að virða þann tíma sem er hverju sinni, sem er ein mínúta.)