136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá – tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:27]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Magnússon kom hér upp og sagði að þessi ríkisstjórn væri ekki að forgangsraða. (Gripið fram í.) Á undan honum komu 10 sjálfstæðismenn og gagnrýndu dagskrá þingsins. (Gripið fram í.)

Hvernig var staðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn fyrir áramót? Þá var ekki einu sinni forgangsraðað. Það var akkúrat ekkert gert. Og hér koma sjálfstæðismenn, slá sig til riddara og vilja tala um atvinnumál. Hvar eru tillögur þeirra í atvinnumálum? Hvernig brugðust þeir við efnahagshruninu og því þegar þrír bankar fóru á hliðina?

Þetta er dapurlegt, herra forseti, og ég held að afar brýnt sé að við ræðum hér stjórnarskipunarlög á eftir vegna þess að í þessu hruni kom í ljós (Gripið fram í.) að umgjörð þingsins, vald Alþingis er einfaldlega með þeim hætti að það verður að styrkja það. Það verður að breyta því og (Forseti hringir.) þess vegna þarf að fara í það að laga hér umgjörð (Forseti hringir.) og efla störf Alþingis.