136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skerðing bóta almannatrygginga vegna lífeyrisgreiðslna.

[15:43]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Ásta R. Jóhannesdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég get tekið aftur undir með hv. þingmanni. Ég tel eðlilegt og veit reyndar að þessi nefnd skoðar allar þær tillögur sem fram hafa komið og þekkir tillöguna sem hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson vitnar í. Ég tek undir að gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Almannatryggingakerfið, sem er svo mikilvægt öllum þeim sem á það þurfa að treysta, þarf að vera skiljanlegt og öllum aðgengilegt. Nefndin er með það að leiðarljósi og ég talaði við formanninn um mikilvægi þess að nefndin fari að skila mér tillögum. Hún skilaði tillögum fyrir rúmu ári síðan sem þegar eru orðnar að lögum sem fyrirrennari minn, núv. hæstv. forsætisráðherra, mælti fyrir í þinginu. En nú er sem sagt komið að (Forseti hringir.) næsta þætti og ég geri ráð fyrir að fá slíkar tillögur í þessum mánuði, eins og ég sagði áðan.