136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

innheimtuaðgerðir vegna afnotagjalda RÚV.

[15:56]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að athuga það. Það er náttúrlega ljóst að þau tilmæli fóru út en þetta hefur auðvitað einkum átt við kannski um banka og lánastofnanir sem eru í eigu ríkisins. Þar höfum við fengið mest af ábendingum um þessa hluti.

Mér hafa í mínu starfi sem ráðherra ekki borist ábendingar um innheimtuaðgerðir RÚV, að þær hafi á nokkurn hátt verið óeðlilegar í þann tíma sem ég hef gegnt embætti ráðherra. En ég mun kanna þetta í ljósi þessarar tilkynningar frá því í morgun, hvernig að þessu er staðið.