136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

yfirtaka ríkisins á Straumi fjárfestingarbanka.

[16:03]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Ég vona að þetta verði ekki til þess að frekari ábyrgðir eða aðrar búsifjar falli á ríkið. Nú er það í raun og veru í höndum skilanefndarinnar að reyna að sjá til þess að þessar eignir verði sem best nýttar, þ.e. að fyrir þær fáist sem mest fé og þar með er reksturinn í reynd í höndum þeirra og það verður einhver takmarkaður rekstur sem snýr að því að halda utan um þessar eignir og koma þeim í verð. Þetta er ansi flókið verkefni vegna þess að bankinn starfaði á mörgum sviðum og í mörgum löndum, en þó mun einfaldara verkefni en þegar stóru bankarnir þrír fóru í haust, vegna þess að viðskiptavinir og útibú eru svo miklu færri.