136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:26]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér liggur fyrir af hálfu hæstv. fjármálaráðherra gerir ekki ráð fyrir því að séreignarsjóðskerfið sé opnað nema að litlum hluta. Mig langar af því tilefni og í ljósi þeirra orða sem hv. þm. Jón Magnússon lét falla að spyrja hann hvort hann sé jafnframt á þeirri skoðun að það sé eðlilegt að menn geti tekið út séreignarsparnað sinn að fullu. Í framhaldi af því langar mig að spyrja hann hvort hann hafi ekki áhyggjur af þeim sem kjósa að taka hann ekki út. Hvað verður um ávöxtun þeirra? Hvað verður um eignir þeirra? Er ekki hætta á að þær rýrni?

Ég held að það sé mikilvægt að hv. þingmaður varpi ljósi á skoðun sína á þeim málum sem hér eru til umfjöllunar.