136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:57]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hv. þingmanni að menn fóru af stað með þetta vegna þess að það gæti verið ein af þeim leiðum sem hægt væri að nota vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar. Ég hafði aldrei heyrt það á öðrum forsendum en þeim að menn væru að hugsa um að skuldajafna og ég hafði í rauninni ekki hugmyndaflug í neitt annað. Það er ljóst að ekki er sama hvernig það er gert tæknilega, alls ekki, og menn geta framkvæmt hluti sem geta skaðað það góða lífeyrissjóðakerfi sem við erum með. Þess vegna vildu menn fara vel yfir málið eins og gert var.

Það er mjög sérkennilegt að menn kölluðu á að þetta yrði unnið hraðar en síðan kemur ný ríkisstjórn sem tefur málið, útvatnar það þannig að það nýtist ekki fólki (Forseti hringir.) sem þarf virkilega á því að halda, því miður, og setur það góða kerfi (Forseti hringir.) sem við erum með í ákveðna hættu.