136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:11]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við erum að verða hér vitni að sögulegum atburði að ákveðnu marki. Hér eru menn að gera hv. Alþingi að götuleikhúsi af verstu tegund með lélegum leikurum, það er það versta. Sjálfstæðismennirnir sem hér spyrja hver annan og eru farnir að spyrja Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn í röð og elta hver annan í alls konar vitleysu og löngu búnir að koma öllum hugsanlegum skoðunum að í umræðu um þetta mál og farnir að endurtaka sig trekk í trekk. Þeir börðust fyrir því á sínum tíma þegar verið var að breyta hér hversu langur ræðutími ætti að vera og lögðu mikla áherslu á að menn læsu ekki upp úr bókum eða afvegaleiddu umræðuna í þinginu með einhverjum langlundarlestri úr bókum og annað í þeim dúr.

Hafið vit á því að bera (Forseti hringir.) virðingu fyrir þinginu.