136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:14]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hef tekið eftir því að þingreyndustu mennirnir hér í salnum í kvöld, eins og hæstv. utanríkisráðherra, hafa ekki gert neinar athugasemdir við þá umræðu sem hér hefur farið fram enda hefur hún verið efnisleg og stjórnarandstaðan hefur farið efnislega í þau atriði sem henni finnst mikilvægt að fjalla um. Ég hef heldur ekki tekið eftir því að hv. þm. Björn Bjarnason, sem hefur verið í mörg ár á þingi, hafi gert athugasemdir við hvernig umræðunni vindur fram. (Gripið fram í.)

Hv. þm. Grétar Mar Jónsson, sem hefur farið hér mikinn og reynt að tala um fyrir okkur, sagði að við sjálfstæðismenn ættum að hafa vit á því að bera virðingu fyrir þinginu. Það er akkúrat það sem við erum að gera, við berum virðingu fyrir þinginu vegna þess að við sættum (Forseti hringir.) okkur ekki við að meiri hluti efnahags- og skattanefndar og (Forseti hringir.) stjórnarmeirihlutinn ætli að fela framkvæmdarvaldinu, (Forseti hringir.) fjármálaráðuneytinu, (Gripið fram í.) að klára þetta mál sem þeim tókst ekki sjálfum að gera.

(Forseti (ÞBack): Forseti biður hv. þingmenn um að virða ræðutímann, hann er stuttur, hann er ein mínúta.)