136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:28]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þær spurningar sem fram komu hjá hv. þm. Jóni Magnússyni. Ef hæstv. forseti treystir sér ekki til að svara þeim óska ég eindregið eftir því að við gerum hlé á fundinum og boðað verði til fundar með okkur þingflokksformönnum þannig að við getum rætt við hæstv. forseti hvernig hann reiknar með því að ljúka fundum hér í nótt. Eins og fram hefur komið hafa þingmenn skyldur í fyrramálið í nefndarstörfum og fullkomin ástæða er til að við getum sinnt þeim skyldum okkar sæmilega. Við neitum svo sem ekki að vera hér á næturfundum ef þess þarf með (Forseti hringir.) en ég bendi hæstv. forseta jafnframt á það að (Forseti hringir.) jafnvel er hægt að ræða um það að ljúka fundinum núna.