136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:29]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti hefur í tvígang svarað því til að hann hyggst a.m.k. ljúka þessu máli þannig að það er í höndum þeirra sem eru á mælendaskrá með hvaða hætti það verður gert. Ég hyggst ekki gera fundarhlé til að funda með þingflokksformönnum eða kalla þá til. Það hefur legið fyrir lengi hvernig dagskránni yrði hagað hér í kvöld og ég hyggst ekkert breyta því hér og nú.