136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:18]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér er að hefjast umræða um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og umræðan hófst sl. mánudag með framsöguræðu hæstv. forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og síðan var fundi frestað. Nú er að hefjast áframhald umræðunnar og forsætisráðherra er ekki í salnum og því óska ég eftir því að hún komi og sitji hér og hlusti á umræðuna og ræður þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal á talsmann okkar í umræðunni, Geir H. Haarde. Ég óska eftir því að forsætisráðherra verði viðstödd og ég sé að hún er nú komin í salinn.