136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við ræðum þetta ítarlegar hér á eftir. En í 5. gr. stendur að Alþingi hið nýja, sem kemur saman eftir kosningar, eigi að setja reglur um nýtt þing og ekki orð um það meir. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meiri hluta, hvernig liti það út? Menn þurfa að hugsa þetta betur. Það munu geta komið fram hvaða tillögur sem er. Ég er hlynntur því að sem minnst flokkapólitík sé í þessu. Hv. þingmaður sagði að einungis örfá mál hefðu verið samþykkt, en það eru bara örlög þingmannafrumvarpa yfirleitt og ég hef gagnrýnt það. Ég vil virkja Alþingi miklu meira í því að semja frumvörp og gera þau að lögum. Ég held að þegar þetta fer í gang muni myndast einhver samtök eða félög, Raddir fólksins eða hvað það heitir. Hvort menn kalla það stjórnmálaflokka eða hvað menn kalla það, þeir munu mynda samtök til að koma sínu fólki að.