136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:42]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona svo sannarlega að það verði ekki raunin að flokkarnir bjóði fram lista til þessa stjórnlagaþings, ég vona að það verði ekki þannig. En hv. þingmaður spurði mig áðan að því hvort ég hefði rætt við sjálfstæðismenn um mögulegar sáttaleiðir í þessu máli. Ég tel að það þurfi að gerast á vettvangi nefndarinnar sem þetta mál fer í. Þar mun örugglega fara fram mikil umræða og ég vonast til þess að hv. þingmaður, sem hefur hingað til talað með jákvæðum hætti um þetta mál — og ég tel að sé reiðubúinn til að skoða þetta mál með opnum huga — muni geta haft góð áhrif á félaga sína í Sjálfstæðisflokknum til þess að við náum að afgreiða þetta mál hvernig svo sem það verður gert.

Við framsóknarmenn teljum brýnt að klára þetta mál fyrir kosningar þannig að tryggt verði að boðað verði til stjórnlagaþings að alþingiskosningum loknum. Við tryggjum það algerlega fyrir komandi kosningar.