136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:01]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir það að forseti skuli hafa gert ráðstafanir. En ég ítreka að mér finnst það fullkomin óvirðing af hálfu forsætisráðherra við þingið að forsætisráðherra skuli skipuleggja dagskrá sína þannig að hún sé fjarverandi þegar þessi umræða fer fram í þinginu. Ég geri mjög alvarlegar athugasemdir við þá framgöngu hæstv. forsætisráðherra og geri kröfu til þess að hún verði við umræðuna.