136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

fundarstjórn.

[20:18]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Það er ljóst að samkomulag var gert milli formanna þingflokka í samræmi við þá ósk sem hér hefur verið upplýst um, þ.e. að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hafi borið fram ósk um að hæstv. umhverfisráðherra fengi tækifæri til að fara yfir það mál sem á dagskrá var. Ég tel að eftir þá ræðu sem flutt var af hálfu hæstv. umhverfisráðherra sé ljóst að þeirri umræðu verði með einhverjum hætti að halda fram. Það sem fram kom hjá hæstv. ráðherra var með þeim hætti að það er alveg augljóst að fara þarf yfir það í þinginu. Sú umræða sem hér var hafin í samkomulagi milli þingflokksformanna verður ekki endurtekin en það er ljóst (Forseti hringir.) af ræðu hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) að athugasemdir hv. þm. Péturs Blöndals eiga ekki að koma nokkrum manni á óvart.