136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

fundarstjórn.

[20:19]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Rökin sem færð voru fyrir því að nauðsynlegt væri að flýta þessari umræðu svo mjög sem raun varð á voru þau að tillagan væri flutt af meiri hluta þingmanna á Alþingi. Hins vegar hefur ekki komið fram nein slík ósk um aðra tillögu sem hér liggur fyrir þinginu og eins ber að og það er varðandi hvalveiðar. Ég hlýt að furða mig á því hvaða greinarmun menn gera á þessum tveimur málum með tilliti til þessa.

Ég hlýt að skilja orð hæstv. forseta svo, og það að nú er þessari umræðu lokið, að þessi þingsályktunartillaga, þessi tillaga sem hér liggur fyrir, verði einmitt rædd frekar. Henni hefur þegar verið vísað til nefndar og það er ávísun á að hún fái þinglega meðferð og frekari umræðu.