136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

fundarstjórn.

[20:20]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þann ágreining sem orðið hefur milli þingmanna hér á undan. Ég vildi hins vegar spyrja hæstv. forseta hvort hann telji líkur á því að hæstv. utanríkisráðherra komi síðar í kvöld til að taka þátt í umræðum um stjórnarskrármál. Ég les það á heimasíðu hæstv. utanríkisráðherra að hann hefur miklar áhyggjur af þeim umræðum sem fara fram um stjórnarskrármál í þinginu. Mér þætti vel við hæfi að kostur gæfist á að eiga orðastað við ráðherrann, einkum þar sem hann er að fella dóma um það sem fram hefur farið í þinginu í dag án þess að hann hafi sést hérna.