136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

fundarstjórn.

[20:21]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti mun koma þessum skilaboðum eða óskum á framfæri þannig að hæstv. utanríkisráðherra geti komið til umræðunnar. Varðandi það mál sem hér var afgreitt, 10. mál á dagskrá, vill forseti benda á að um það mál var samið skv. 72. gr. þingskapalaga, lokamálsgreininni, þar sem rætt var um fastan ræðutíma. Málið var sett fram fyrir öll önnur mál að ósk áðurnefndra þingflokksformanna og á það féllst forseti, enda var ræðutími takmarkaður. Það var kynnt í upphafi máls og þar sem enginn gerði athugasemd við ræðutímann var eftir því farið og þeirri umræðu lokið áðan þannig að það sé upplýst.