136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:46]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Samið hefur verið um lok 1. umr. um frumvarpið. Umræðan stendur í rúmar tvær klukkustundir og verður í tveimur umferðum. Í fyrri umferð hefur Sjálfstæðisflokkur 26 mínútur, Samfylking 18 mínútur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð 9 mínútur, Framsóknarflokkurinn 7 mínútur, Frjálslyndi flokkurinn 4 mínútur og þingmaður utan flokka 2 mínútur. Í seinni umferð hefur Sjálfstæðisflokkur 26 mínútur, Samfylking 18 mínútur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð 9 mínútur og Framsóknarflokkurinn 7 mínútur.