136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

embætti sérstaks saksóknara.

393. mál
[18:48]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir þessi svör og skýringar. Ég vil þó aðeins ítreka spurningu mína, fá skýrari svör. Skylt að hlíta niðurstöðum ríkissaksóknara, m.a. um rannsókn og framkvæmd rannsóknar og hafa ráðslag við ríkissaksóknara — en ef ágreiningur rís milli þessara tveggja embætta, hver hefur þá ákvörðunarvaldið? Er það ríkissaksóknari eða sérstakur saksóknari?