136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

embætti sérstaks saksóknara.

393. mál
[18:48]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er skýrt af lögum um meðferð sakamála að ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. Það er jafnframt skýrt að héraðssaksóknari sem stjórnsýslustig undir ríkissaksóknara höfðar sakamál og tekur ákvörðun um það og héraðssaksóknari ber ábyrgð á þeirri ákvörðun sem við embætti hans er tekin í þeim efnum.

Það eru hins vegar, eins og ég kom inn á áðan, þarna heimildir fyrir ríkissaksóknara til að gefa fyrirmæli um einstök mál sem þeim er skylt að hlíta og ég get bara ítrekað það að skoða þarf hvort þetta ógni sjálfstæði hins sérstaka saksóknara.