136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mars 2009.

álver í Helguvík.

[11:02]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmaður þekkir var framlagning á þessu máli heimiluð í ríkisstjórn og hún var líka samþykkt í báðum þingflokkunum. Hitt er svo annað mál að varðandi afstöðu vinstri grænna til málsins í heild er hún kunnug öllum. Það er alveg ljóst að þessi mál komu fram í verkáætlun ríkisstjórnarinnar þannig að það kemur ekki á óvart þó að vinstri grænir muni við afgreiðslu málsins í þinginu ekki fallast á eða samþykkja það frumvarp. Ég tel þó að það hafi verið formlega rétt að öllu staðið að því er varðar framlagningu málsins eins og ég hef hér lýst.