136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

álit Samkeppniseftirlitsins um Bændasamtökin.

[15:30]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég endurtek bara að auðvitað er bændum heimilt að ræða saman um mörg hagsmunamál sín. Ég tek bara sem dæmi aðfangaverð eða annað sem snýr að rekstrarumhverfi greinarinnar, en það er mitt mat og eftir því sem túlka má niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessu máli mega þeir ekki koma saman til að hvetja t.d. til verðhækkunar á afurðum, (KÓ: En þegar smásalan er 70% í eign sama aðila?) Ja, það þrengir auðvitað stöðu bænda eins og annarra ef það er fákeppni í matvöru, en það breytir því ekki að þeir fá ekki vegna þess lagalegan grundvöll fyrir samráð um verð eða annað.