136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

endurreisn bankakerfisins.

[15:56]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Við erum að ræða um endurreisn íslensks efnahagslífs og færslu úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Það er auðvitað mikið mál og vandasamt að gera það. Við höfum fengið til ráðgjafar Svía sem heitir Mats Josefsson og mætti á fund hjá okkur í efnahags- og skattanefnd með viðskiptanefnd. Þessi ágæti maður vissi ekki um skuldir íslensks sjávarútvegs, hvað þær væru miklar, og hann vissi heldur ekki hvað stæði á bak við þessar skuldir, hvert veðið væri. (BJJ: Fiskurinn.) Hann vissi ekki að það væri óveiddur fiskur í sjónum sem væri veð, hv. þm. Birkir Jón Jónsson.

Það er dálítið skondin staða að vera með ráðgjafa til að hjálpa okkur við að leiðbeina okkur frá þeim villum sem við erum búnir að vera í, fá ráðgjafa sem er ekki betur að sér en raun ber vitni. Þegar hann veit hvorki hvað skuldirnar eru miklar né veðið á bak við þær hljóta menn að spyrja sig einhverra spurninga, hvort það sé æskilegt að nota ráðgjafa með þessa vitneskju og þessa þekkingu. Mér datt satt best að segja í hug sagan um nýju fötin keisarans. Það er ákveðinn hópur ráðgjafa, þingmanna og ráðherra sem hefur verið með útlendingasnobb varðandi þennan ágæta mann, eða hjarðhegðun má kannski frekar segja að hafi verið í gangi í kringum þennan mann. Hann var lofaður í tíma og ótíma fyrir það hvað hann væri hæfur og klár, en ég verð að segja eins og er að hann olli mér miklum vonbrigðum vegna þekkingarleysis síns. Þess vegna er hægt að taka undir orð (Forseti hringir.) hv. þm. Bjarna Ben. (Forseti hringir.) um að það er mikilvægur … fram undan.