136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði.

[14:07]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Það er svolítið óvenjulegt að stjórnarþingmaður komi og biðji um mál frá þingmönnum sem eru úr öllum öðrum flokkum en þeim sem viðkomandi er í, reyndar eru Vinstri grænir ekki heldur á þessu máli þannig að stjórnarflokkarnir eru ekki á málinu, en það eru hv. þingmenn úr öðrum stjórnmálaflokkum á þessu máli. Ég vil því þakka hv. þm. Merði Árnasyni fyrir að vilja greiða götu þingmannamáls sem framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og frjálslyndir standa að og ég tek undir þá ósk sem hann hefur látið í ljós að við tökum málið til umræðu. Þetta er mjög óvenjulegt en ég vil gjarnan taka þátt í því að styðja hv. þingmann í því að við ræða hvalveiðar. Það er alveg ágætishugmynd en kemur mér svolítið á óvart af því að ég hélt að stjórnarflokkarnir legðu meiri áherslu á að ræða mál sem snúa að m.a. efnahag landsins og við (Forseti hringir.) framsóknarmenn höfum flutt tillögur þar um og þær eru á dagskrá seinna í dag. En við getum alveg tekið hvalveiðiumræðu.