136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði.

[14:10]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins benda hæstv. forseta á að á síðasta fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar bar flutningsmaður málsins, hv. þm. Jón Gunnarsson, upp fyrirspurn um hvenær þetta mál yrði tekið á dagskrá á þinginu og hann fékk þau svör hjá formanni nefndarinnar að þetta væri ekki forgangsmál. Ég ætla að koma því á framfæri að þetta var umræðan og á síðasta fundi í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hnykkti hann á því að þetta mál hefði forgang og kæmist á dagskrá vegna þess að að því standa 36 þingmenn á Alþingi. Honum fannst ekki gott að þessu máli væri bara stungið undir stól.

Ég ætla að koma því á framfæri að þetta var umræðan á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.