136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

Ríkisendurskoðun.

416. mál
[14:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var eiginlega meðsvar þannig að ég veit ekki hvort ég geti svarað því. En í staðinn fyrir að auka enn frekar á kvaðirnar um opinber hlutafélög þá finnst mér meira um vert að lögunum sé framfylgt, að farið sé eftir þeim heldur en auka það enn frekar.