136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs.

419. mál
[18:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í þingsköpum Alþingis, sem eru lög, stendur í 53. gr. 1. mgr.:

„Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“