136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs.

419. mál
[18:39]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseta er kunnugt um þessar reglur þingskapa en hefur ekki vald til að kalla menn inn í þingsal við hverja umræðu fyrir sig. Dagskrá hefur legið fyrir í sólarhring og öllum hefur verið ljóst að þessi umræða færi fram og það er val þingmanna hvort þeir ætla að taka þátt í henni eður ei.