136. löggjafarþing — 108. fundur,  18. mars 2009.

framkvæmd samgönguáætlunar.

382. mál
[15:26]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil bara árétta hversu mikilvægt er að bæði stofnframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í vegamálum verði dreift sem best um landið. Ég minnist yfirlýsingar frá hæstv. samgönguráðherra um að þótt að þrengdi yrði samt að standa vörð um þau verkefni sem væru úti á landi. Þessi minni verkefni væru mannaflsfrek og hentuðu vel fyrir minni staðbundna verktaka. Ég legg áherslu á að við það verði staðið og treysti hæstv. samgönguráðherra til þess. Því í góðærinu 2006 og 2007 voru vegaframkvæmdir einmitt skornar niður úti á landi vegna þenslu og vegaframkvæmdir voru aldrei minni en árið 2006.

Það er ansi hart (Forseti hringir.) ef landsbyggðin á líka að taka á sig skerðinguna þegar harðnar í ári þannig að ég hvet hæstv. samgönguráðherra til (Forseti hringir.) að standa vörð um þessi mál.