136. löggjafarþing — 111. fundur,  23. mars 2009.

skipan sendiherra.

[15:19]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Herra forseti. Hv. þingmaður kemur fram með mjög sterkt sjónarmið sem hann rökstyður vel. Eins og ég sagði áðan verður þetta lagt í hugmyndabanka utanríkisþjónustunnar og við munum skoða þessa hugmynd eins og allt sem kemur frá Framsóknarflokknum nú um stundir.

Hins vegar vil ég segja alveg skýrt að það stendur ekki til í utanríkisráðuneytinu að fjölga sendiherrum. (Gripið fram í.) Þar er alveg nóg af sendiherrum og eins og hv. þingmaður veit og hér hefur verið rætt stendur málið þannig af sér að nokkrir þeirra eru fyrir aldurs sakir að láta af störfum á næstu missirum. Það er alveg ljóst að í utanríkisráðuneytinu þurfa menn eins og í öðrum ráðuneytum að leita eftir því að spara og fara með ráðdeild og þar eru engin áform um að fjölga sendiherrum.