136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

tilhögun þingfundar.

[14:08]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það hefur komið fram í skýringum hæstv. forseta að hann ætli að halda fundi áfram fram yfir miðnætti. Við teljum það ekki ráðlegt í ljósi þess að hér eru mörg mál sem þurfa vandaða umfjöllun og óþarfi að verið sé að ræða þau í skjóli nætur. Við erum tilbúin til að vera hér til miðnættis en ekki fram yfir miðnætti. Ég skil atkvæðagreiðsluna svo að hæstv. forseti sé að leggja til næturfund, sem sagt fund fram yfir miðnætti. Við greiðum atkvæði gegn því.