136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

tilhögun þingfundar.

[14:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á dagskránni eru 26 mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fylgjandi því að keyra í gegn mál sem varða hag heimila og fyrirtækja í landinu. Ég ætla að telja upp nokkur mál sem eru á dagskrá: Íslenskur ríkisborgararéttur, ég sé ekki að það mál breyti hag íslenskra heimila nokkuð. Breyting á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja. (Gripið fram í.) Náttúruvernd, rannsóknarstofnun um utanríkis- og öryggismál, lífsýnasöfn, raforkulög, visthönnun vöru sem notar orku og síðan samráðsfundur sjávarútvegsráðherra Vestur-Norðurlanda, samráð Vestur-Norðurlanda um sjálfbæra nýtingu lifandi náttúruauðlinda og samkomulag milli Íslands og Grænlands um skipti á útsendum fulltrúum. Þessi mál ætlum við að ræða fram yfir miðnætti.