136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

fundarstjórn.

[00:18]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Fl):

Herra forseti. Mig langar aðeins að gera athugasemdir við að hér hafa nokkrir þingmenn vegið og metið mikilvægi mála. Ég verð að segja að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með hv. alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, hvað þeir hafa talað og í rauninni orðið sér til gífurlega mikillar skammar og ósóma og sýnt góðum nágranna, vinum okkar ... (Gripið fram í.) Gæti ég fengið þögn hérna? (GMJ: Vertu ekki að kalla fram í, Arnbjörg.) (ArnbS: Hlustaðu á umræður ...) (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Ég óska eftir því að hv. þingmaður fái tækifæri til þess að ræða málið um fundarstjórn forseta.)

Ég verð að segja það að það er venjan að Vestnorræna ráðið kemur saman til aðalfundar einu sinni á ári og gerir sameiginlega samþykkt sem að standa sex þingmenn landsþinganna Færeyja, Grænlands og Alþingis Íslendinga. (Gripið fram í.) Svo koma þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hrækja á þetta mál með mikilli fyrirlitningu (Gripið fram í.) og það er (Forseti hringir.) til mikillar skammar. Og það gerðu þið bæði í dag og nú. Þið ættuð að skammast ykkar. (Forseti hringir.)