136. löggjafarþing — 113. fundur,  25. mars 2009.

losunarheimildir á koltvísýringi í flugi.

[13:51]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka umhverfisráðherra fyrir svörin og inni hana enn og aftur eftir því hvort hún muni ekki leggja sérstaka áherslu á innanlandsflugið. Við vitum og þekkjum umræðuna um millilandaflugið. Ég held að allir vinni að því markmiði að fá þær undanþágur og sérstaða Íslands verði tekin þar sérstaklega til greina. Það skiptir líka gífurlega miklu máli að innanlandsflugið verði tekið sérstaklega fyrir og umhverfisráðuneytið og embættismenn þar leggi sig sérstaklega fram í málinu. Það hefur borið við að þar séu kannski einhverjar fyrirstöður og ég vil því enn og aftur inna umhverfisráðherra eftir því hvort hún hafi einhverjar athugasemdir við það (Forseti hringir.) að sótt verði um undanþágu fyrir innanlandsflugið.