136. löggjafarþing — 113. fundur,  25. mars 2009.

notkun lyfsins Tysabri.

442. mál
[14:32]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Tysabri lyfjameðferðin er við MS-sjúkdómnum og gagnast helst MS-sjúklingum sem hafa ákveðin einkenni, þ.e. fá síendurtekin köst. En það er einnig mikilvægt að taka tillit til aldurs sjúklinganna og það er sérstakt greiningarteymi sem metur þá sjúklinga sem koma til greina fyrir þessa lyfjatöku. Það á aftur á móti ekki að taka tillit til búsetu þeirra sem greinast með þennan sjúkdóm og þurfa meðferð. Allir eiga að eiga jafnt aðgengi og því er mikilvægt að nýta þá aðstöðu sem er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er þekking og þar er tilbúin aðstaða til að veita meðferð og eftirlit.

Einnig þarf að bæta aðgengi á Landspítalanum svo að hægt sé að taka við fleirum. En það skiptir líka máli að meta það að þetta er dýr meðferð. Hún gagnast ekki öllum. (Forseti hringir.) Það koma fram aukaverkanir og við verðum að treysta faglegu mati sérfræðinga og (Forseti hringir.) það er vegna þeirra miklu aukaverkana sem koma fram. Það þarf líka að hafa það í huga að það þarf að vera góður tækjabúnaður til þess að taka við þessum einstaklingum.