136. löggjafarþing — 115. fundur,  25. mars 2009.

ábyrgðarmenn.

125. mál
[16:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er rétt sem hv. þm. Árni Páll Árnason sagði að þetta frumvarp hefur átt sér mjög langan aðdraganda og 1. flutningsmaður og fleiri flutningsmenn hafa sýnt mikla þrautseigju við að koma málinu áleiðis. Mér finnst málið vera að færast í mjög góðan búning og ég tel að það þjóni mikilvægum markmiðum.

Ég vil hins vegar ítreka það sem ég nefndi í umræðunum í gærkvöldi að það eru ákveðnir lagatæknilegir þættir sem ég vildi gjarnan fá tækifæri til að fara betur yfir í nefndinni og ég vil því nota þetta tækifæri til að óska eftir því að málið gangi til nefndar milli umræðna.