136. löggjafarþing — 116. fundur,  25. mars 2009.

greiðslur til líffæragjafa.

259. mál
[23:06]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu. Ég vil bara halda til haga því sem ég sagði áðan af því ég þekki þessa sögu ákaflega vel og sat í ríkisstjórn. Þar var þetta mál mikið til umfjöllunar og mér er mjög vel kunnugt um það hvernig áherslur lágu milli flokkanna.

En þetta er bara svona eins og gengur og gerist að hv. þingmenn vilja þakka sér góð mál. Þetta er eitt af þessum góðu málum sem allir geta verið stoltir af. Mér er það minnisstætt að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki horfa á málið út frá hagsmunum móðurinnar en frekar horfa til annarra þátta. En þetta endaði nú allt saman vel og ég held að við eigum bara vera stolt af því.