136. löggjafarþing — 116. fundur,  25. mars 2009.

greiðslur til líffæragjafa.

259. mál
[23:07]
Horfa

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að það var í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem þetta mál var leitt til lykta. En frumkvæðið kom frá Sjálfstæðisflokknum. Ég ætla sko ekki að bakka (Gripið fram í: Ásta mín, hættu þessu.) með það. Ég held því fram, ég held því statt og stöðugt fram vegna þess að ég tók þátt í þeirri umræðu.

En hins vegar eins og ég sagði hér áðan þá var ekki fullkomin sátt innan flokksins um þetta. Meðal annars var horft í kostnaðinn. En niðurstaðan var þessi og það var sérstaklega sigur kvenna, sjálfstæðiskvenna að þetta mál fór í gegn gagnvart mínum flokki.

Ég endurtek að það voru tveir flokkar í ríkisstjórn á þessum tíma (Gripið fram í: Nú var það?) þannig að málið var leitt til lykta í ríkisstjórnarsamstarfi þessara tveggja flokka og þeir mega vera báðir afar stoltir af þessu framtaki.