136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

arðgreiðslur og laun hjá Íslandspósti.

[15:37]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Herra forseti. Ég vísa aftur til þess sem ég sagði. Eftir því sem ég best veit eru arðgreiðslur Íslandspósts áætlaðar á þessu ári líklega helmingi lægri en þær voru á árinu á undan. (Gripið fram í: Það voru 90 millj. 2007 …) Íslandspóstur hefur reynt að hækka laun lægst launuðu starfsmannanna enda eru þeir margir hjá Íslandspósti. Samkeppni Íslandspósts um starfsfólk var eins og hún var á þeim tímum sem fylliríið stóð, eins og allir vita, þannig að ég held að það verði ekki sérstaklega sakast við Íslandspóst í þessum efnum. (JónG: Ef þetta er siðleysi hjá einkafyrirtæki er þetta þá ekki siðleysi hjá ríkisfyrirtæki?) Ég held að það fyrirtæki hafi þrátt fyrir allt reynt að bæta kjör þeirra sem þar starfa og hafa haft lægstu launin. (JónG: En siðleysi, nær það bara yfir einkafyrirtæki, ekki ríkisrekin fyrirtæki?) Ég er að hugsa um að leyfa Sjálfstæðisflokknum að klára ræðutímann hérna, þetta er svo uppbyggilegt hjá þeim. Það er að sjálfsögðu ekki þannig að fjármálaráðherra skipi fyrirtækjunum fyrir um hvað þeir gera í sínum launamálum. Það fer eftir öðrum reglum. Eða er hv. þingmaður að biðja um að ég taki upp á mitt borð að ákveða launagreiðslur allra opinberra starfsmanna?