136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[15:41]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Gengið er til dagskrár … (Gripið fram í.) Forseti er spurður að því hvort ekki hefði verið við hæfi að ákveðið mál hefði verið sett á dagskrá í dag. Hann setti það ekki á dagskrá. Málið verður ekki sett á dagskrá í dag þannig að svarið er komið með dagskránni. Forseta var ekki kunnugt um þetta 60 ára afmæli aðildar Íslands að NATO og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert honum sérstaklega grein fyrir því. Aftur á móti eru engin áform um að sniðganga skýrsluna um utanríkismál. (Gripið fram í.) Það hefur engin ósk komið um að þetta væri tekið á dagskrá í dag þannig að fleiri virðast hafa gleymt þessu. (Gripið fram í: Hvenær á að ræða það?)