136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[15:41]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Herra forseti. Mér finnst það eiginlega alveg makalaust að forseti þingsins skuli ekki einu sinni hafa leitt hugann að þessu merka gæfuspori í íslenskri utanríkissögu, 60 ára afmæli aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Gott og vel. En það liggur líka ljóst fyrir að það er lögbundið að ræða utanríkismál, skýrslu utanríkisráðherra. Ég spyr því einfaldlega og vonast til þess að fá svar frá hæstv. forseta: Hvenær verður rætt um skýrslu utanríkisráðherra í þessum sal þannig að við getum frætt hæstv. forseta um hversu gott og mikið gæfuspor það var að gerast aðili að NATO fyrir 60 árum síðan?