136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[15:42]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vekur athygli á að næsta dagskrármál er að velja hvort við höldum þingfundi áfram lengur í dag en lög gera ráð fyrir og það ræðst m.a. af því hversu langan tíma við gefum hverju dagskrármáli hvenær við getum tekið önnur mál á dagskrá þannig að ég hef ekki dagsett hvenær utanríkisskýrslan kemur á dagskrá. Ég lagði fram lista yfir þær skýrslur sem liggja fyrir þinginu og vakti athygli á að tvær þeirra þyrftu að komast í umræðu áður en þingi lýkur. Það er skýrsla umboðsmanns Alþingis og skýrsla um utanríkismál. Þessar skýrslur voru báðar lagðar fram. Önnur þeirra hefur fengið umfjöllun í nefnd þannig að það eru áform um að taka hana á dagskrá en ekki er hægt að segja hvenær þær komast á dagskrá. Það ræðst af öðrum dagskrármálum sem eru til umræðu.