136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[16:02]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það hefur verið með sérkennilegum hætti hvernig menn hafa rætt þessar skýrslur sem við erum að óska eftir að verði ræddar hér, ekki af því að við höldum endilega uppi einhverju málþófi, heldur bendum við einfaldlega á að það er lögbundið að ræða þessar skýrslur. (Gripið fram í.) Við getum jafnframt farið í samanburð á lögbundnum skyldum alþingismanna og þingsins að ræða skýrslurnar og mörgum þeirra mála sem menn hafa eytt tíma þingsins í að ræða hér.

Þannig að ef menn vilja skoða það og bera þau mál saman held ég menn verði margs vísari um áherslumál ríkisstjórnarflokkanna og hvernig þeir raða málum sínum upp. Það (Forseti hringir.) er hins vegar lögbundið að ræða hér um skýrslu utanríkisráðherra (Forseti hringir.) en jafnframt er nauðsynlegt að skoða þann tíma (Forseti hringir.) sem þingið hefur valið til annarra mála, (Forseti hringir.) sem ekki eru jafnnauðsynleg og þessi.