136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[16:04]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég tel sjálfboðið að hæstv. forseti verði við eindregnum tilmælum sjálfstæðismanna um að fá að ræða NATO-skýrsluna. Ég legg til, hæstv. forseti, að það verði gert í kvöld og skýrslan sett á dagskrá og að menn taki jákvætt undir þessi afar brýnu tilmæli og fari í þessa umræðu sem svo miklu máli skiptir. Málið verði sett á dagskrá, eins og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir, og fleiri.

Ég tel að þingmönnum sé ekkert að vanbúnaði að fara í þá umræðu og skora á hæstv. forseta að boða til nýs fundar með nýrri dagskrá þegar þessari dagskrá er lokið.