136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

tóbaksvarnir.

162. mál
[16:22]
Horfa

Ásta Möller (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er komið til atkvæðagreiðslu eftir 3. umr. frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir og varðar það tvær efnisbreytingar sem annars vegar varða varúðarmerkingar tóbaks á formi litmynda og hins vegar undanþágur sem eru leyfðar frá auglýsingabanni tóbaksvarnalaga. Þessar breytingar eru í samræmi við ábendingar Evrópuráðsins og tilskipanir ESB.

Hér er gengið lengra í varúðarmerkingum en hefur verið gert hingað til en ráðstafanir sem hafa verið gerðar á síðustu árum til þess að stemma stigu við tóbaksnotkun hafa reynst árangursríkar, jafnvel þó að í mörgum tilvikum hafi þær reynst vera umdeildar. Árangurinn hefur verið sá að tóbaksneysla hefur almennt farið minnkandi á síðustu árum og ekki síst meðal ungmenna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd standa að baki nefndaráliti heilbrigðisnefndar.